Fyrir hvern er þjónustan?

Öll getum við þurft á stuðningi að halda og eru ástæður þess að fólk leitar til sálfræðings eins mismunandi eins og þær eru margar. Þær eiga það þó sameiginlegt að eitthvað þeim tengt raskar daglegu lífi einstaklingsins og erfitt er að vinna úr þeim án aðstoðar. Hér á síðunni er að finna upplýsingar um ótal vanda sem fólk gæti þurft aðstoð með. Það er engum synjað um þjónustu hjá okkur. Ef þörfin er til staðar ertu velkominn.

Fyrsta viðtal

Þegar komið er í fyrsta viðtal er eðlilegt að upplifa óöryggi. Sálfræðingurinn mun taka vel á móti þér og útskýra hvernig viðtölum er háttað. Fyrsta viðtal er nýtt í að kynnast einstaklingnum betur og góð upplýsingasöfnun fer fram. Smellið á -hnappinn hér að ofan til að sjá nánari upplýsingar um viðtöl.

Bókaðu tíma

Tímabókanir eru einfaldar. Á síðum sérfræðinga okkar má hafa samband beint við þá en viljir þú bóka tíma og leyfa okkur sjá um að velja sérfræðing sem hentar er hægt að smella á -hnappinn og senda skilaboð.

Verið velkomin að

Lynghálsi 9

Sálfræðingarnir Lynghálsi eru þverfaglegt teymi sem hefur það markmið að stuðla að almennri geðheilsu og vellíðan bæði einstaklinga og vinnustaða. Teymið hefur sérþekkingu í sálmeinafræði barna, ungmenna og fullorðinna, áföllum og afleiðingum þeirra.

 

Viðtalsherbergi hjá sálfræðingunum Lynghálsi

 

 

Nýlegasta efni

okkar